Hannað fyrir fólk og náttúruna

Arkitektarnir Ásgeir Ásgeirsson og Fríða Sigurðardóttir segja hér frá hönnun Gróttubyggðar, efnisvali og útliti. Einnig tala þau um lífsgæðin sem felast í staðsetningu húsanna og nálægðinni við náttúruperlur og ýmsa þjónustu.

Smelltu á myndbandið og sjáðu hvernig allt er hannað og hugsað með það fyrir augum að vel sé búið að framtíðinni í Gróttubyggð.

 

Svansvottaðar íbúðir í hæsta gæðaflokki

Hér er búið vel að öllu því sem snýr að hollustu íverurýmanna. Íbúðir eru með aukinni lofthæð og loftskiptakerfi með varmaskiptum og loftsíum hefta rykmyndun, hámarka loftgæði og lágmarka orkunotkun. Sérstakar hljóðísogsplötur bæta hljóðvist í íbúðunum ásamt því að efnisval og verkferlar miðast við það að íbúðirnar hljóti Svansvottun í verklok.

Fegurð og fjölbreytileiki

Íbúðirnar eru frá 45,4 fermetrum og allt upp í 168,4 fermetra að stærð og henta því bæði einstaklingum og stórum eða litlum fjölskyldum. Flestar íbúðirnar bjóða upp á einstakt útsýni bæði til sjávar og yfir sólríkan garð. Bílakjallari er í stærri fjölbýlishúsunum og stæði utan við þau minni. Gert er ráð fyrir tengibúnaði til rafhleðslu og stæðum fyrir hreyfihamlaða í bílakjallaranum.

Djúpgámar fyrir umhverfið

Endurnýting og endurvinnsla eru brýnt umhverfismál og við húsin eru djúpgámar til flokkunar sorps. Þeir eru snilldarlausn, því þeir eru eins og ísjakar þar sem aðeins 10% eru sýnileg ofan jarðar og eru losaðir beint í sorphirðubíla.

Íbúðir
Gróttubyggð

Draumastaður náttúruunnenda

Óvíða eru vorkvöldin fegurri en við Gróttu og fá sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geta stært sig af því að vera varpstaður 23 fuglatengunda. Á Seltjarnarnesi hefur auk þess sést til alls 106 fuglategunda. Golfvöllur Seltjarnarness er einstakur fyrir tengsl sín við fuglalífið og bera allar brautir vallarins fuglanöfn.

Seltjarnarnes er vinsælt til útivistar enda náttúrufegurðin einstök og fallegar fjörur og gönguleiðir allt í kring um það. Á Valhúsahæð er vinsæll frisbígolfvöllur og eins er skipulagt leiksvæði til ýmiss konar vetrarleiki í Plútóbrekku.

Öll þjónusta er í næsta nágrenni. Verslun, frábær sundlaug, skólar og íþróttastarfsemi.

 

Lestu meira
Gróttubyggð
Gróttubyggð

Svansvottun

Það er JÁVERK mikið keppikefli að byggja hús sem standast nútímakröfur um heilnæmi og endingu. Þessvegna stenfnum við að því að húsin verði Svansvottuð en það er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

Lestu meira
Gróttubyggð